Auglýsingabirtingar (PPC), Greitt er fyrir hvern smell er aðferð sem er mikið notuð og er til þess að fá greidda umferð inn á vefsíðuna þína. Það þýðir að þú greiðir ákveðna upphæð í hvert skipti sem einhver smellir á auglýsinguna þína. Sé þetta gert rétt þá finnur þú fljótlega aukningu á fjölda gesta á vefsíðunni þinni sem leiðir svo til aukinnar sölu. Ef aftur á móti er ekki vel að þessu staðið sérðu fljótt að auglýsingaherferðir þínar eru bæði dýrar og skila litlum árangri.

 

MCM Net vinnur eftir leiðbeiningum frá Google við uppsetningum á auglýsingum til að tryggja að þær skili sem mestum árangri . Við erum samstarfsaðilar bæði Google og Microsoft Partners, auk þess sem við setjum upp auglýsingar á flestum samfélagsmiðlum og getum ráðlagt þér hver ávinningurinn er af því að auglýsa á hinum ýmsum miðlum. Markmið okkar er að fá mikinn fjölda viðskipta með lágmarks kostnaði við hvern smell (CPC, cost per click) til að tryggja að fjármunum sé sem best varið.

 

SÉRFRÆÐINGAR Í ADWORDS 

Allt starfsfólk okkar sem vinnur við stafræna markaðssetningu eru vottaðir sérfræðingar í Google AdWords. Sem fyrirtæki í auglýsingarstjórnun (PPC) höfum við verið vottaður samstarfsaðili Google í mörg ár og vinnum mjög náið með leitarvélarisanum. Þetta gerir okkur kleift að fylgjast með þróuninni í heimi Google og fá upplýsingar um væntanlegar breytingar á reikniritum (e. algorithm). Sérþekking okkar á AdWords gerir okkur kleift að nýta þá möguleika sem í boði eru við að ná sölumarkmiðum fyrir viðskiptavini sem nýta sér þjónustu okkar í auglýsingarstjórnun (PPC).

 

Skrefin

Þar sem við erum vottaður samstarfsaðili Google leggjum við mikinn metnað í að setja upp vel skipulagðar markaðsherferðir sem eru undir stöðugu eftirliti okkar á meðan þeim stendur, með það að markmiði að nýta ráðstöfunarfé viðskiptavinarins eins vel og hægt er ásamt því að skila góðum árangri. Við byggjum þetta á 7 skrefa ferli...

 

   1. Þekkja viðskiptavininn og keppinautana.

Við kynnum okkur í þaula bæði fyrirtæki viðskiptavina okkar og atvinnugreinina sem hann starfar í ásamt því að skoða markmið hans, þróun innan greinarinnar og stöðu keppinauta til að setja upp sérsniðnar auglýsingarherferðir (PPC)

    2. Greining leitarorða

Við skoðum hvaða leitarorð skila mestri umferð. Með greiningu á lendingarsíðum og eins vörugreiningu getum við valið hvaða orð henta best fyrir auglýsingarherferðina. Þegar leitarorðin eru fundin þá er úthlutun leitarorða á mismunandi auglýsingaherferðir nokkuð einfalt ferli þannig séð, en er afar gagnlegt til að tryggja við fáum „rétta“ umferð á síðuna.

   3. Textagerð fyrir auglýsingar

Grípandi texti er einn mikilvægasti þátturinn í auglýsingum þar sem greitt er fyrir hvern smell (e. Pay Per Click eða PPC). Til að höfða til markhópsins er mikilvægt að hafa „agn“ eða sérstaka ástæðu fyrir því að notandinn smelli á auglýsinguna, hvort sem það snýst um verð, gæði eða aðra mikilvægar upplýsingar

   4. Markvissar auglýsingaherferðir

Stundum hentar hreinlega ekki að kynna vöru eða þjónustu á landsvísu. Ef viðkomandi fyrirtæki þjónar aðeins ákveðnu svæði er oft gagnlegra að beina auglýsingunum að því tiltekna landsvæði eða bæ.

   5. Tímasetning auglýsingaherferða

Nákvæm tímasetning auglýsinga er oft afar gagnleg ef ætlunin er að ná til notenda á ákveðnum tímum dags. Ef fyrirtækið t.d reiðir sig mest á símtöl á skrifstofutíma er eðlilegt að tímasetja auglýsingaherferðina þannig að hún sé í gangi á tímanum 9:00-17:00.

   6. Bestun auglýsingaherferða

Svonefnd bestun auglýsingaherferða er ómissandi þáttur í að ná sem mestum árangri. Það sem virkaði í desember virkar ekki endilega í janúar. Því þarf sífellt að fínstilla og þróa herferðinar.

   7. Endurmarkaðssetning ( Re-Engage)

Endurmarkaðssetning gerir okkur kleift að ná aftur tengslum við notendur byggt á fyrri leit þeirra á heimasíðum og beina, oft tapaðri umferð, aftur á síðuna og veita því fyrirtækinu þínu annað tækifæri til að sannfæra viðkomandi viðskiptavin. Með því að taka saman lista yfir notendur sem hafa farið inn á tilteknar síður getum við birt þeim sérvaldar auglýsingar og minnt þá á fyrirtæki þitt og því sem þeir gætu verið að missa af.

 

PRÓFUN OG EFTIRLIT

Skynsamlegt er að leita sífellt nýrra leiða til að bæta auglýsingaherferðina, sem er reyndar hluti af stöðugri þróun hennar til halda í við síbreytilegan markað. Með því að fara reglulega yfir lendingarsíður, árangur í sölu og möguleg leitarorð getum við sífellt bætt auglýsingarnar og tryggt að peningunum sé vel varið. (ROI)