Þegar kemur að því að auka við sýnileika þinn á netinu þá er leitarvélabestun er ómissandi og órjúfanlegur hluti af stafrænni markaðssetningu. Ef vel er að verki staðið færðu meiri umferð og pantanir gegnum síðuna þína, með mun markvissari hætti en áður. Ef þessi hlutir eru ekki gerðir almennilega og af kunnáttu getur þú hreinlega fallið niður listann í leitarniðurstöðum Google.

 

Við búum yfir mikilli reynslu við að auka sýnileika viðskiptavina okkar á netinu með leitarvélabestun. Sérðfræðiþekking okkar og vinna mun skila leitarvélaniðurstöðum sem munu beina viðskiptavinum beint á heimasíðu þína.

 

LEITARVÉLABESTUN

Öll okkar leitarvélabestun er sérsniðin að þörfum hvers og eins viðskiptavinar: Við greinum viðkomandi markaði, keppinauta og vefsíðu þína til að móta stefnu. Heiðarleiki og gagnsæi eru mjög mikilvæg í öllum viðskiptasamböndum, ekki síst þegar að kemur að leitarvélabestun.

 

Við leggjum áherslu á að sambandið byggi á trausti, gagnsæi og að þú hafir fulla vitneskju um hvað þarf til að ná árangri. Við erum ekki mikið fyrir skammtímalausnir eða að stytta okkur leið, heldur leggjum áherslu á vel skipulagt ferli sem kemur viðkomandi fyrirtæki á toppinn og heldur því.

 

ÁRANGUR Í ÖNDVEGI

Þetta gerist ekki á einni nóttu, leitarvélabestun er langhlaup. En með mikla reynslu starfsfólks okkar að leiðarljósi og með okkar aðferðum erum við þess fullviss að með tímanum munum við skila þeim árangri sem að er stefnt.

 

 

 

 

 

Hvernig fer leitarvélarbestun fram

Greining á leitarorðum

Með greiningu á leitarorðum og leitarorðasamböndum má komast að því hvaða helstu orða hugsanlegir viðskiptavinir nota við leit á vörum þínum og/eða þjónustu. Við aðstoðum þig við að finna orð og orðasambönd sem henta þínum rekstri og munu skapa aukna umferð og hámarka árangur.

 

Bestun á heimasíðu

Þegar leitarorðin sem markhópurinn notar við leit á vörum þínum og/eða þjónustu hafa verið skilgreind fer fram svonefnd síðubestun (e. on-page optimisation). Þetta er ferli sem tryggir að vefsíðan nái til leitarvéla þegar notendur leita að viðkomandi leitarorðum. Við tryggjum að efnið á vefsíðunni sé skrifað þannig að það veki athygli notenda og leitarvéla þegar leitarorðinn, fínstillum svokallaða „meta“ reiti, myndir og merkingar. Tryggjum að uppbygging síðunnar og veffang/slóð hennar séu leitarvélavæn. Við tryggjum einnig að upphleðsluhraði síðu, HTML-skipulag og innra skipulag séu eins og best verður á kosið bæði fyrir leitarvélar og upplifun notenda.

Tenglar inná öðrum síðum

Við föllum ekki í þá grifju að „kaupa“ linka heldur byggjum upp okkar eigin linka og myndum okkar eigið tengslanet við ýmsa aðila og fyrirtæki með því að bjóða upp á tengla í hæsta gæðaflokki (e. outreach). Stefna okkar í þessari tengslamyndun byggist á því að bjóða upp á fjölbreytt efni á síðum okkar sem er áhugavert og spennandi, allt í senn fyrir aðrar vefsíður, lesendur þeirra og fyrirtæki þitt. Þessu markmiði náum við fram fyrst og fremst með því að búa til áhugavert efni sem samanstendur af áhugaverðum og fróðlegum greinum, bloggum, upplýsinga ljósmyndum (e. infographics), efni á samfélagsmiðlum og ýmsum skráningum inná síður fyrir viðkomandi atvinnugreinar.

Skýrslur

Þú færð reglulega ítarlegar skýrslur með ýmsum upplýsingum, því sem við höfum verið að gera fyrir vefsíðuna þína, hvaða tilteknu hluta síðunar notendur fara inn á og nota, hvaða leitarorð eru best til þess fallin auka umferð á síðunni ásamt öðrum mikilvægum upplýsingum, þ. á m. brottfallshlutfalli (e. bounce rate), hversu margir kaupa eða hætta við kaup og upplýsingar um þann tíma sem notendur verja á síðunni.