Samfélagsmiðlar gera fyrirtækjum kleift að nálgast mun stærri hóp viðskiptavina og þar með auka vörumerkjavitund og umferð um vefsíðuna. Umræður fara fram þar hvort sem þú tekur þátt í þeim eður ei. Við hvetjum ekki einfaldlega til þess að allir „stökkvi á vagninn“, en þátttaka í og stýring á umræðum á netinu í tengslum við vörumerki, vöru og þjónustu getur haft umtalsverða kosti.

 

Dæmi um þetta er herferð sem við höfðum nýlega umsjón með fyrir e-cloth. Við notuðum Twitter til að skapa vitund um það hvernig þrif með e-cloth geta dregið úr ákveðnum ofnæmiseinkennum. Mjög vel tókst til og umræðan sem skapaðist varð vinsælasta umfjöllunarefnið á Twitter á tímabili, náði til 409.907 Twitter reikninga með myllumerkinu #allergychat og hlaut 1.400 tíst (e. tweets) frá fleiri en 320 þátttakendum meðan á herferðinni stóð.

 

Samfélagsmiðlar – Hvert ætlar þú?

Þetta snýst ekki eingöngu um auglýsingar og markaðstengd skilaboð. Samskipti við markhópinn fela í sér tækifæri til að taka þátt í umræðunni. Það þarf að gæta vandlega að þessu tvíhliða samtali og þau skilaboð sem send eru út. Samskiptin þurfa að vera bæði uppbyggileg og sannfærandi. Eftir allt þá er um að ræða fólk með ýmiskonar kröfur og þarfir.

Við vinnum að því með viðskiptavinum okkar að því að greina þessa þætti. Eftir umræður greinum við hvað fyrirtækið hefur uppá að bjóða, styrkleika þess og fólkið sem stendur á bakvið vörumerkið. Með stefnumótun greinum við þær leiðir sem eru færar og hvað þarf til að ná árangri. Eins er mikilvægt að skoða vel innri ferla og getu fyrirtækisins til að bregðast við og hafa umsjón með umræðum tengdu því á samfélagsmiðlum. Það snýst ekki um að láta viðskiptavininn stjórna, heldur um að geta afgreitt minni háttar fyrirspurnir fljótt og vel áður en þær verða að stærra vandamáli.

Við mótum stefnu fyrir samfélagsmiðla, lögum hana að markmiðum fyrirtækisins og aðstoðum við innleiðingu hennar í fyrirtækinu.

 

UMSJÓN MEÐ SAMFÉLAGSMIÐLUM

Eftir að hafa greint allar aðstæður, það efni sem er þegar til staðar og mótað skýra stefnu fyrir vörumerkið hefur samfélagsmiðla-þjónusta okkar það að markmiði að geta mæta þörfum þínum á þessum vettvangi, móta áætlun og setja upp markmið fyrir hvern þann samfélagsmiðil sem kosið er að nota.

Gerð greinargóðrar áætlunar og eins skrif á vönduðum greinum sem ætlað eru að skila árangri á sviði markaðsmála er afar mikilvægur hluti af stefnu fyrirtækis á samfélagsmiðlum. Þetta hjálpar við til að ná auknum árangri í leitarvélabestun og veitir einnig greinargóðar upplýsingar um áhrif þess efnis sem notað er, hvort sem það eru blogg, stöðuuppfærslur, vefkynningar, ljósmyndir, upplýsingamyndir (e. infographics) eða myndskeið.

Samfélagsmiðla  þjónusta okkar felst einnig í því að vera stöðugt að skilgreina nýjar þarfir viðskiptavina og neytenda til að tryggja að viðkomandi fyrirtæki eða rekstur mæti þörfum bæði núverandi markhóps og eins framtíðar markhópum.

 

AUGLÝSINGAR Á SAMFÉLAGSMIÐLUM

Helstu samfélagsmiðlarnir ná til ótrúlegra margra og vegna þess mikla magns persónuupplýsinga sem notendur t.d. Facebook og Twitter setja á síður sínar er unnt að sérsníða auglýsingar að tilteknum markhópum.

Greining á notendum á grundvelli áhugamála og samfélagslegra þátta gerir okkur kleift að móta sérsniðnar auglýsingaherferðir sem fá „like“, er deilt á miðlunum og skapa vörumerkjavitund.

Með því að láta okkur hanna fyrir þig auglýsingar, greina samfélagslega þætti, afla upplýsinga um markhópa ásamt því að hafa eftirlit með auglýsingaherferðinni þá hjálpum við þér að ná settum markmiðum.

Kostnaður við samfélagsmiðla

Auglýsingar á samfélagsmiðlum eru ennþá frekar ný tilkomnar og jafnvel óþekktar hjá sumum fyrirtækjum. Þar af leiðandi er samkeppnin á þessum vettvangi töluvert minni en á t.d. Google.

Vegna þess hve nýir þessir samfélagsmiðlar eru og þess mikla fjölda valkosta sem hinir ýmsu miðlar bjóða upp á, felast mikil tækifæri í því að ná mögulega til markhópa á vettvangi sem keppinautarnir eru jafnvel ekki meðvitaðir um.

Hægt er að greina hópa með ótrúlegri nákvæmni hætti byggt á því sem þeim líkar („like“) eða mislíkar, stöðu þeirra innan fyrirtækja og stofnana, með hverjum þeir fylgjast á samfélagsmiðlum, hjá hverjum þeir starfa, hvar þeir búa auk ýmissa annarra þátta sem hafa áhrif á uppsetningu auglýsingaherferða.

 

SÉRFRÆÐINGAR Í SAMFÉLAGSMIÐLUM

Við hjá MCM búum yfir þeirri reynslu og þekkingu sem er nauðsynleg til að geta haft umsjón með auglýsingaherferðum á samfélagsmiðlum sem munu svo í kjölfarið skila fleiri fyrirspurnum og viðskiptavinum – Þetta er algjörlega óháð því í hvaða atvinnugrein fyrirtækið starfar eða hvað vörur og þjónustu um er að ræða.

 

Það sem við gerum::

 • Hjálpa þér að velja þann eða þá samfélagsmiðla sem eru heppilegastir fyrir fyrirtækið þitt.
 • Búa til vandaðar og áhugaverðar auglýsingar og birta þær markhópum þínum.
 • Hjálpa þér að finna og byggja upp nýja markhópa eftir greiningu okkar á hegðun núverandi viðskiptavina.
 • Framkvæmum reglulegar prófanir til að tryggja að auglýsingar séu að skila árangri, að fjármunum sé eytt skynsamlega og að auglýsingar skili hámarks árangri.
 • Fylgjast með upplifun og ummælum viðskiptavina um auglýsingarherferðina.

 

Þjónusta sem við bjóðum

Sem hluta af alhliða auglýsingaþjónustu okkar fyrir samfélagsmiðla bjóðum við upp á eftirfarandi:

 • Stefnumótun og áætlanargerð fyrir greiddar auglýsingar á samfélagsmiðlum. Við greinum hvaða miðla og leiðir markhópurinn er líklegastur til að nota, hvaða auglýsingavalkostir henta honum best og hvaða árangurs má vænta miðað við fyrirliggjandi ráðstöfunarfé.
 • Yfirumsjón með markaðsherferðum, þar á meðal er:
  • Flokkun og mótun markhópa. Við byggjum upp nýja markhópa á byggða á fyrirliggjandi gögnum um notendur sem hafa þegar farið inn á vefsíðuna og eins nýrra notenda sem hafa svipuð áhugamál og núverandi notendur.
  • Auglýsingagerð. Við búum til auglýsingar með vönduðu og áhugaverðu myndefni, hvort sem um er að ræða ljósmyndir eða myndskeið, ásamt greinargóðum og áhugaverðum texta.
  • Betri nýting á ráðstöfunarfé. Við fylgjumst stöðugt með, breytum virkum tilboðum til að tryggja sem besta nýtingu fjármuna.
  • Bestun auglýsinga. Við endurskoðum reglulega þær herferðir sem eru í gangi, útlit þeirra og tíðni birtinga svo þær birtist markhópnum ávallt á réttum tíma.
  • Prófanir. Við gerum ítarlegar prófanir á milli auglýsinga og eins hvar þær eru að birtast til að sjá hvað er að skila besta mögulega árangri og hvar er þörf á breytingum.
  • Eftirlit með auglýsingum ásamt því að senda viðskiptavini árangurstengdar skýrslur. Við fylgjumst grannt með kauphegðun gegnum auglýsingar (e. conversions) og hvort settum markmiðum er náð.