Við höfum starfað síðan árið 1997, seinna sama ár var Google var stofnað. Það mætti því segja að við séum eldri og á ákveðnum sviðum jafnvel reyndari en stærsti leitarvélarisinn.

Þótt okkur hafi ekki alveg tekist að ná hæðum Google er óhætt að segja að á rúmum 20 árum höfum við séð miklar breytingar í atvinnugreininni. Við höfum lært mikið af öllum breytingunum sem orðið hafa og viðskiptavinir okkar njóta góðs af því.

Við störfum í tveimur löndum, Bretlandi og Íslandi. Við erum með skrifstofu í Bretlandi og á Íslandi höfum við teymi íslenskra fulltrúa, sem gerir okkur kleift að nýta víðtæka reynslu okkar um allan heim í þína þágu.

Á skrifstofu okkar í Bretlandi starfar samheldinn hópur meira en 20 sérfræðinga í stafrænni markaðssetningu. Þeir þekkja bestu leiðirnar til að ná árangri á netinu en gæta þess að kaffæra ekki viðskiptavinum í óþarfa tæknilegum upplýsingum. Gagnsæi og góð samskipti hefur ávallt verið haft að leiðarljósi í starfi okkar.