Í fyrsta lagi er þetta fjárfesting sem borgar sig - Við hefðum ekki starfað í meira en tvo áratugi ef við skiluðum ekki tilætluðum árangri. Sem dæmi má nefna að við tvöfölduðum tekjur hjá einum af okkar Íslensku viðskiptavinum á innan við þremur mánuðum! Þetta er einfalt dæmi : Markaðssetning á netinu + bætt afkoma = ánægður viðskiptavinur!

Í öðru lagi þá bjóðum við samkeppnishæft verð - Við erum heiðarleg og opinská og því ófeimin við að útskýra hlutina: Framfærslukostnaður í Bretlandi er lægri en á Íslandi og með því að hafa skrifstofu í Bretlandi og starfandi fulltrúum á Íslandi þá getum við haldið kostnaði í lágmarki, sem viðskiptavinurinn nýtur sannarlega góðs af. Samkvæmt okkar upplýsingum er verðið sem við bjóðum allt að því 50% lægra en hjá Íslenskum keppinautum. Þú borgar því mun lægra verð án þess að dregið sé úr gæðum eða þjónustu.

Í þriðja lagi þá höfum við reynsluna – Sem spannar yfir 20 ár í stafrænni markaðssetningu, sem segir þó ekki alla söguna... Við höfum unnið með íslenskum fyrirtækjum í rúm fimm ár. Við erum ekki aðeins með mikla reynslu, heldur vitum við hvernig hlutirnir ganga fyrir sig á Íslandi og erum þess fullviss að viðskiptalíkan okkar virkar einnig fyrir þig.

Í fjórða lagi þá er það sú fjárfesting sem við höfum lagt í á Íslandi - Við sitjum ekki bara á skrifstofu okkar í Bretlandi og reynum að stýra hlutunum þaðan. Á síðastliðnum fimm árum höfum við ferðast ótal sinnum til Íslands, kynnst fólkinu, stöðunum og menningunni. Íslenskir viðskiptavinir okkar njóta sömu þjónustu og þeir bresku, fá reglulegar árangurs skýrslur frá okkur og hitta okkur augliti til auglits. Við erum komin hingað til að vera!

Í fimmta lagi þá þá bjóðum við litla skuldbindingu. Fram að þessu hefur allt hljómað mjög vel, er það ekki ?. Hangir eitthvað á spýtunni, eins og t.d. fáránlega löng skuldbinding í 12 mánuði eða lengur? Nei, alls ekki. Við gerum ekki langa bindandi samninga, enda teljum við verk okkar tala sínu máli. Það eina sem við förum fram á er að fá þrjá mánuði til að sýna hvað í okkur býr. Ef viðskiptavininum þykir ekki mikið til okkar koma eftir það eða honum finnst við ekki hafa skilað nægum árangri er honum frjálst að leita annað. En við erum þó nokkuð viss um að það muni ekki gerast.