Við erum samheldinn og fjölhæfur hópur sem leggur mikla áherslu á framúrskarandi þjónustu. Við höfum hannað vefsíður og staðið að stafrænni markaðssetningu allt frá því að fyrirtæki byrjuðu að nýta netið í þeim tilgangi.

John McMahon

framkvæmdastjóri

John er stofnandi MCM Net og hefur byggt fyrirtækið upp með það að markmiði að veita alhliða stafræna þjónustu. Hann... John er stofnandi MCM Net og hefur byggt fyrirtækið upp með það að markmiði að veita alhliða stafræna þjónustu. Hann tekur enn þátt í daglegum rekstri, viðskiptastjórnun og hópverkefnum, auk þess að hlaupa maraþon öðru hverju, hann stefnir á að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu næsta haust. Lesa meira

Deon Kloppers

rekstrarstjóri

Deon er rekstrarstjóri okkar og ber ábyrgð á öllum daglegum rekstri. Hans helsta áskorun er að vera stöðug hvatning... Deon er rekstrarstjóri okkar og ber ábyrgð á öllum daglegum rekstri. Hans helsta áskorun er að vera stöðug hvatning fyrir starfsfólkið sem vinnur við að hanna lausnir sem eru allt í senn arðbærar, skapa ánægju og fara jafnvel fram úr væntingum viðskiptavina. Þegar Dean er ekki í vinnuni, þá gætir þú fundið hann í bílskúrnum að skipuleggja og undirbúa næstu verkefnin heimafyrir eins og pallasmíði og parketlögn enda er hann liðtækur smiður og maður handlaginn. Lesa meira

Ari Steinarsson

Markaðsstjóri

Ari er markaðsstjóri. Síðustu 10 ár hefur Ari unnið við markaðssetningu á netinu og haldið ótal námskeið og fyrirlestra um... Ari er markaðsstjóri. Síðustu 10 ár hefur Ari unnið við markaðssetningu á netinu og haldið ótal námskeið og fyrirlestra um málefnið, m.a. hjá Háskólanum í Reykjavík. Ari hefur unnið jöfnum, höndum fyrir innlend stórfyrirtæki sem og erlendra aðila. Lesa meira

Carl Winter

forstöðumaður stafrænnar markaðssetningar

Ef hæfileikar Carls á sviði leitarvélabestunar væru eins litlir og árangurinn af viðleitni hans við að byggja upp vöðvana í... Ef hæfileikar Carls á sviði leitarvélabestunar væru eins litlir og árangurinn af viðleitni hans við að byggja upp vöðvana í ræktinni værum við í vanda stödd. Til allrar hamingju er Carl ofurhetja þegar kemur að stafrænni markaðssetningu. Hann hefur unnið sleitulaust á því sviði síðustu ár og hefur vinnan hans skilað okkur frábærum árangri í markaðssetningu á netinu fyrir viðskiptavini okkar. Lesa meira

Theresa McMahon

fjármálastjóri

Theresa er ávallt til taks til að svara fyrirspurnum og spurningum um bókhald, fjármál og reikninga. Hún sér um tölurnar... Theresa er ávallt til taks til að svara fyrirspurnum og spurningum um bókhald, fjármál og reikninga. Hún sér um tölurnar og tryggir að allt sé samkvæmt reglum bókhaldinu okkar ! Þegar kemur að tölum og útreikningum er hún aðilinn með svörin. Lesa meira

Fern Rogers

skrifstofustjóri

Skrifstofustjórinn okkar, Fern, elskar verslunarferðir. Þegar hún er ekki á hlaupum um bæinn að leita að bestu útsölunum er hún... Skrifstofustjórinn okkar, Fern, elskar verslunarferðir. Þegar hún er ekki á hlaupum um bæinn að leita að bestu útsölunum er hún á skrifstofunni og aðstoðar okkur við daglegan rekstur sem er ærið verkefni. Lesa meira

Paige Jones

viðskiptaþróunarstjóri

Viðskiptaþróunarstjórinn okkar, Paige, er ötul við að miðla upplýsingum um það góða starf sem við vinnum hér hjá MCM Net... Viðskiptaþróunarstjórinn okkar, Paige, er ötul við að miðla upplýsingum um það góða starf sem við vinnum hér hjá MCM Net. Utan skrifstofunnar má finna Paige með bók í hönd, útataða í hveiti að baka eitthvað góðgæti í eldhúsinu eða hreinlega að hafa það notalegt með fjölskyldunni. Lesa meira

Owen Parson

sérfræðingur í hugbúnaðarþróun

Stundum má hitta Owen fyrir hóstandi og hnerrandi en kvefið kemur þó engan veginn niður á starfsorkuni ! Það... Stundum má hitta Owen fyrir hóstandi og hnerrandi en kvefið kemur þó engan veginn niður á starfsorkuni ! Það er ekki margt sem Owen getur ekki gert með JavaScript og hann er sérfræðingur í VB.net, C#.net og ASP.net. Lesa meira

Karl Davis

forritari

Karl býr yfir mikilli þekkingu og reynslu á sviði forritunar og hefur dálæti á því að kynna sér og taka... Karl býr yfir mikilli þekkingu og reynslu á sviði forritunar og hefur dálæti á því að kynna sér og taka upp nýjustu tækni við störf sín. Þegar hann er ekki fyrir framan tölvuna vill hann gjarnan dunda sér í hljóðverinu sínu við upptökur og hljóðblöndun á tónlist sinni. Lesa meira

Thomas McLeod

stafrænn hönnuður

Thomas gekk til leiðs við fyrirtækið með BA Honours gráðu í grafískri hönnun upp á vasann. Þegar hann er ekki... Thomas gekk til leiðs við fyrirtækið með BA Honours gráðu í grafískri hönnun upp á vasann. Þegar hann er ekki að hanna eða að finna upp eitthvað nýtt tengt vinnuni þá fer hann í ræktina eða sparkar í bolta með strákunum. Thomas býr yfir afar mikilli færni og þekkingu í Creative Suite frá Adobe. Lesa meira

James Phillips

umsjónarmaður stafrænnar markaðssetningar

James gekk til liðs við okkur hjá MCM Net sem sérfræðingur í auglýsingabirtingum (PPC) og leitarvélabestun (SEO) með yfir sex... James gekk til liðs við okkur hjá MCM Net sem sérfræðingur í auglýsingabirtingum (PPC) og leitarvélabestun (SEO) með yfir sex ára reynslu af stafrænni markaðssetningu á netinu. Þegar hann ekki upptekinn við að setja upp næstu auglýsingarherferð þá ver hann miklum tíma með ungum syni sínum og eiginkonu en horfir þess á milli alltof mikið á sjónvarp. Lesa meira

Aaron Price

sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu

Aaron hóf störf hjá MCM Net sem sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu með reynslu í leitarvélabestun. Hann hefur mikla reynslu af... Aaron hóf störf hjá MCM Net sem sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu með reynslu í leitarvélabestun. Hann hefur mikla reynslu af því að vinna með vörumerki og að semjar greinar tengdum þeim. Skrif greina og blogga eru meðal sterkustu hliða hans. Aaron er mikill íþróttaáhugamaður og ötull stuðningsmaður landsliðs Englands í fótbolta, líka þegar liðið lendir í mótlæti eins og þegar það tapaði fyrir því Íslenska á EM. Lesa meira

Aindrea White

umsjónarmaður tengslamyndunar og stafrænna almannatengsla

Aindrea gekk til liðs við okkur sem umsjónarmaður almannatengsla og stafrænna tengsla. Henni finnst fátt áhugaverðara í vinnuni en að... Aindrea gekk til liðs við okkur sem umsjónarmaður almannatengsla og stafrænna tengsla. Henni finnst fátt áhugaverðara í vinnuni en að skrifa skemmtilegar og fræðandi greinar fyrir fjölbreytta lesendahópa ásamt því að mynda sterk tengsl við tengiliði sýna. Hún ver frítíma sínum í að sinna hundunum sínum, við skriftir, útivist með eiginmanni sínum og að horfa á hryllingsmyndir. Lesa meira

Owen Marshall

sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu

Owen gekk til liðs við fyrirtækið eftir að hafa notið starfsþjálfunar hjá okkur um skeið. Eftir að hafa uppgötvað ótvíræða... Owen gekk til liðs við fyrirtækið eftir að hafa notið starfsþjálfunar hjá okkur um skeið. Eftir að hafa uppgötvað ótvíræða hæfileika á sviði ritverka sína hefur hann einkum fengist við að skrifa texta fyrir viðskiptavini okkar. Owen er mikill íþróttaáhugamaður og ver stórum hluta frítíma síns í að spila eða horfa á fótbolta, hlusta á tónlist og ferðast. Lesa meira